Fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða

Fimmtudaginn 08. nóvember 2001, kl. 10:49:05 (1333)

2001-11-08 10:49:05# 127. lþ. 25.91 fundur 111#B fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða# (aths. um störf þingsins), KHG
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 127. lþ.

[10:49]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Málið hefur skýrst verulega í þessari umræðu. Fram hefur komið að orðið hefur verið við ósk um fund með heilbr.- og trn. Það hefur líka komið fram að orðið verður við því að ræða það sem beðið er um.

En stjórnarandstaðan er óánægð vegna þess að hún vill ræða eitthvað annað. Hún vill ræða eitthvað annað sem ekki var beðið um. (Gripið fram í.) Það hlýtur auðvitað að vera allt annað mál og þeir sem eru að biðja um fundinn hafa ekki farið fram á þau umræðuefni sem málshefjendur af hálfu stjórnarandstöðunnar hafa borið fram hér. Mér sýnist því að málflutningur þeirra sé algjörlega tilefnislaus.