Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 08. nóvember 2001, kl. 15:31:16 (1377)

2001-11-08 15:31:16# 127. lþ. 25.5 fundur 229. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (Heyrnar- og talmeinastöð) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 127. lþ.

[15:31]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að fá það fram að það eigi að veita hjálpartækin á svipuðum kjörum fyrir notendurna. En ef þau kosta í reynd í dag 150--310 þús. kr. hver á þá að borga þennan mismun? Varla ætlar Tryggingastofnun að niðurgreiða þetta svona gífurlega með þessum hætti. Ég geri ráð fyrir að einkaaðilarnir séu nú ekki að okra svo mikið á þessu að þarna sé munurinn margfaldur á við að fá þetta frá Heyrnar- og talmeinastöðinni. Hvað skýrir þennan mismun? Getur ráðherra skýrt þann mismun sem er núna á kostnaði við heyrnartæki hjá einkaaðilunum upp á 150--310 þús. kr. á móti 9--16 þús. kr. hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni? Hvað er hugmyndin að greiða þetta mikið niður hjá einkaaðilunum? Ég held að nauðsynlegt sé að fá botn í þann mikla mismun sem fram kemur í svari hæstv. ráðherra við fyrirspurn um kostnað vegna heyrnartækja.