Tilhögun þingfundar

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:02:59 (1392)

2001-11-12 15:02:59# 127. lþ. 26.92 fundur 118#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:02]

Forseti (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Forseti hyggst haga málum eins og nokkur venja hefur skapast um þegar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá, að taka þær fyrst fyrir áður en athugasemdir eru leyfðar um störf þingsins. Þess vegna verður 1. og 2. dagskrármálið tekið fyrir áður en þingmönnum gefst kostur á að ræða störf þingsins. Umræður um störf þingsins verða að loknum 2. dagskrárlið. Þá er þess að vænta að atkvæðagreiðslur geti farið fram rétt fyrir kl. 4.