Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:04:53 (1394)

2001-11-12 15:04:53# 127. lþ. 26.1 fundur 121#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:04]

Forseti (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Borist hafa bréf, svohljóðandi:

,,Þar sem ég verð erlendis í opinberum erindum næstu daga og mun síðar af heilsufarsástæðum verða fjarverandi leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþm. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Austurl., Gunnar Pálsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Þuríður Backman, 5. þm. Austurl.``

Annað bréf hljóðar svo:

,,Vegna sérstakra anna get ég ekki tekið sæti Þuríðar Backman, 5. þm. Austurl., á Alþingi að þessu sinni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Gunnar Ólafsson,

1. varaþm. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Austurl.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Gunnari Pálssyni sem er 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Austurl.

Kjörbréfanefnd hélt fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.