Lánskjaravísitalan

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:11:43 (1400)

2001-11-12 15:11:43# 127. lþ. 26.2 fundur 122#B lánskjaravísitalan# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:11]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir svör hæstv. forsrh. Það sem brennur á fólki og það skilur og finnur á eigin skinni er þegar kjörin versna og illa gengur að greiða af skuldum. Ég er með dæmi upp á 1.120 þús. kr. lán sem var tekið 15. mars 1998. Sú lánsupphæð hefur hækkað um yfir 20 þús. kr. þó svo alltaf hafi verið greitt af láninu samkvæmt samningum. Vísitölustig eru að hækka um á annan tug á milli sex mánaða þannig að í staðinn fyrir að lækka, þá hækka lánin og það er þetta sem málið snýst auðvitað um og fólk finnur alvarlega fyrir því og þess vegna er ég að hreyfa þessu máli.