Svar við fyrirspurn

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 16:01:02 (1430)

2001-11-12 16:01:02# 127. lþ. 26.91 fundur 117#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[16:01]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Það er nú svo að það er í utandagskrárumræðu sem málshefjandi og hæstv. ráðherra flytja síðustu ræðurnar, en í athugasemdum um störf þingsins er eingöngu talað í 20 mín. Það er engin sérstök röð á ræðumönnum í þeirri umræðu.