Óhefðbundnar lækningar

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 18:45:56 (1454)

2001-11-12 18:45:56# 127. lþ. 26.18 fundur 33. mál: #A óhefðbundnar lækningar# þál., Flm. LMR
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[18:45]

Flm. (Lára Margrét Ragnarsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur fyrir þessi orð. Ég er sammála því að þessi heimur sem við erum að ræða um er ósýnilegur. Þar er margt sem þarf að skoða, mæla og meta til þess að við getum gert okkur grein fyrir umfangi þessarar starfsemi. Ég er sammála hv. þm. um að með óhefðbundnum lækningum munum við fá öflugan liðsafla, ekki síst við að halda uppi gæðastaðli í þessari þjónustu sem og annarri heilbrigðisþjónustu.

Ég hreinlega bið þingheim um að þessu máli verði lokið fyrir þinglok svo nefndin geti tekið til starfa og lokið því sem allra fyrst. Þessi mál eru mjög í brennidepli og það hef ég orðið vör við í umræðunni í þjóðfélaginu eftir að við fluttum þessa þáltill. í fyrra.