Lagning ljósleiðara

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 14:19:54 (1521)

2001-11-14 14:19:54# 127. lþ. 29.4 fundur 249. mál: #A lagning ljósleiðara# fsp. (til munnl.) frá samgrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[14:19]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að bera upp þessar spurningar og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Af svörum hans sést að margt og mikið er búið að gera í þessum málum.

Mig langaði til að bæta við einni spurningu og þá er ég að hugsa um hinar dreifðu byggðir, þ.e. hvernig þessi þráðlausi ljósleiðari er, hvort hann þurfi ekki einhvern sendibúnað og móttökutæki og í hverju það sé fólgið.