Kúabólusetning

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 15:03:23 (1541)

2001-11-14 15:03:23# 127. lþ. 29.10 fundur 261. mál: #A kúabólusetning# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins undirstrika það sem fram kom í svari mínu að eftir að hin margumtalaða hryðjuverkaógn kom fram í september þá var mjög fljótt haft samband við sóttvarnayfirvöld í nágrannalöndunum til að kanna birgðir af bóluefni þar. Sóttvarnalæknir, sem hefur farið með þessi mál í okkar umboði, brá mjög skjótt við varðandi þetta og hefur upplýsingar um hvar hjálpar megi leita á þessu sviði. Við höfum lagt áherslu á að fylgjast sem allra best með þróuninni varðandi þetta og munum halda áfram þeirri vinnu. Ég vildi undirstrika það áður en þessari umræðu lýkur en ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga máli.