Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 16:12:49 (1569)

2001-11-14 16:12:49# 127. lþ. 29.93 fundur 140#B fyrirkomulag utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), PHB
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[16:12]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Það hefur tíðkast við utandagskrárumræður og eldhúsdagsumræður og fleiri slíkar umræður að flokkarnir fái ákveðinn fjölda þingmanna óháð stærð. Þannig hefur það gerst að í litlum flokki hafa þrír af tveimur fengið að tala í eldhúsdagsumræðum en bara þrír frá stærsta flokknum með 26 þingmenn.

Þetta eru afskaplega ólýðræðisleg vinnubrögð, herra forseti, og verið er að gefa kjósendum stærsta flokksins, 40% kjósenda sem eru með 40% þingmanna langt nef með þessum hætti. Ég skora á hv. forsn. að taka á þessu og breyta þessu.

Þannig er með þetta mál sem við ræddum rétt áðan að sá þingmaður sem ég held að hafi einn flutt útfærðar hugmyndir í sambandi við brottkast fékk ekki að taka þátt í umræðunni. Ég fékk ekki að taka þátt í þessari umræðu, herra forseti. Þetta gerist aftur og aftur með utandagskrárumræður vegna þess að ég bý við það að vera í stórum flokki.

Herra forseti. Ég skora á hv. forsn. að breyta þessu.