Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 16:13:59 (1570)

2001-11-14 16:13:59# 127. lþ. 29.93 fundur 140#B fyrirkomulag utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[16:13]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Vegna þessarar athugasemdar hv. þm. er rétt að taka fram að í hálftímautandagskrárumræðu hafa málshefjandi og ráðherra 5 mínútur í fyrri ræðu, 2 mínútur í síðari ræðu og þá er eftir tími fyrir 8--9 tveggja mínútna ræður. Samkomulag hefur gilt um það milli forseta þingsins og formanna þingflokka að skipta þessum ræðum milli þingflokka. Þetta er auðvitað gert til að sjónarmið allra flokka komi fram í umræðum því að það er mjög algengt að mun fleiri þingmenn óski eftir að taka til máls en tíminn leyfir þannig. Það eru því fleiri en hv. 10. þm. Reykv. sem ekki komast að í umræðunni. Því hefur orðið samkomulag um að hafa þennan hátt á.

En það er auðvitað sjálfsagt að taka þetta mál upp á næsta forsætisnefndarfundi nk. mánudag og ræða þar þessar athugasemdir hv. þm.