Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 16:14:56 (1571)

2001-11-14 16:14:56# 127. lþ. 29.93 fundur 140#B fyrirkomulag utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[16:14]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Vegna þeirra orða sem fram komu hjá hv. þm. Pétri Blöndal finnst mér ástæða til að minna hv. þm. á að Sjálfstfl. á helming ráðherranna og þeir fá venjulega stærri hlut í umræðunni og forgang með sín mál umfram aðra. Það þykir eðlilegt að lýðræðið virki þannig.

Sömuleiðis finnst mér líka rétt að rifja upp að hér eru menn til þess að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum, sjónarmiðum sinna flokka, þeirra flokka sem þeir eru kjörnir fyrir á Alþingi og það er þannig sem lýðræðið virkar, að menn bjóða sig fram fyrir ákveðna flokka sem síðan eru með ákveðna stefnu og hún er kynnt og rædd í þinginu. Mér finnst, herra forseti, að það sé alveg óþarfi fyrir stærsta stjórnmálaflokkinn að vera að barma sér undan því að málfrelsi hans sé með einhverjum hætti skert í þinginu. Mér finnst ráðherrarnir býsna fyrirferðarmiklir með þá stefnu sem ríkisstjórnin og Sjálfstfl. í þessu tilfelli hefur og það veiti ekki af því að stjórnarandstaðan í þessu tilfelli hafi það rými sem hún nú þegar hefur og þó það væri meira til að koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem ekki fá brautargengi í gegnum kanala ríkisstjórnarinnar.