Fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 15. nóvember 2001, kl. 15:23:58 (1641)

2001-11-15 15:23:58# 127. lþ. 30.5 fundur 28. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., Flm. JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 127. lþ.

[15:23]

Flm. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er frv. til fjáraukalaga sem koma til umræðu á næstu dögum. Ég tel að þetta sé eitt af brýnustu verkefnum ríkisvaldsins. Að mínu mati er það reyndar ein af skuldbindingum ríkisvaldsins og Alþingis að leysa úr þessu máli. Það var Alþingi sem setti þessi lög á sínum tíma, lagði einhliða þessar kvaðir og skyldur á sveitarfélögin. Nú er ljóst að þarna stefnir í óefni og á sumum svæðum er þetta mál ein alvarlegasta ógnunin við byggð, búsetu og þjónustu við íbúana. Alþingi ber að leysa þar úr og þá upphæð sem hér er gert ráð fyrir ætti ríkið að geta reitt fram. Vissulega mætti leita að einhverju öðru sem fresta mætti á móti. En ríkinu ber að standa við þessar skyldur sínar að mínu mati.