Málefni aldraðra

Mánudaginn 19. nóvember 2001, kl. 15:06:54 (1648)

2001-11-19 15:06:54# 127. lþ. 31.8 fundur 162. mál: #A málefni aldraðra# (gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra) frv. 124/2001, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[15:06]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. hv. heilbr.- og trn. um frv. til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir frá Landssambandi eldri borgara, Tryggingastofnun ríkisins og Framkvæmdasjóði aldraðra.

Með frumvarpinu er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækki um 5,41% og miðast hækkunin að hálfu við breytingu á byggingarvísitölu og að hálfu við breytingu á neysluvísitölu.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nál. skrifa auk framsögumanns hv. nefndarmenn í heilbr.- og trn., Tómas Ingi Olrich, Ásta Möller, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Gunnar Pálsson og Soffía Gísladóttir.