2001-11-19 16:05:24# 127. lþ. 31.9 fundur 287. mál: #A niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# skýrsl, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[16:05]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Við skulum ekki útiloka neina möguleika í þessu ferli, alls ekki. Það eru engin tíðindi að Samfylkingin sé með auðlindagjöldum. Hvar hefur hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmason eiginlega verið?

Hins vegar erum við að ræða skýrslu hæstv. umhvrh. Í skýrslunni liggur fyrir niðurstaðan frá Marrakesh, og nú er um að gera að taka á þeirri niðurstöðu. Hún er staðreynd, hún liggur fyrir. Horfa fram á veginn, hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmason, og við hin, herra forseti, og kljást við það verkefni sem fram undan er. Ég er hrædd um, herra forseti, að það sé mjög mikið og þungt verkefni. En Samfylkingin treystir sér fullkomlega í það.