2001-11-19 16:42:25# 127. lþ. 31.9 fundur 287. mál: #A niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# skýrsl, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[16:42]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja að ég er dálítið hissa á því hvað hv. þm. tekur stórt upp í sig. Það má alveg velta þessu fyrir sér, hv. þm.: Hvað felst í þeim orðum þegar lagst er gegn hagsmunum Íslendinga eins og gert var með tillöguflutningi, málflutningi frá þingflokkum og öðrum í þessu máli? (SJS: Það er þitt mat.) Það er mitt mat. (SJS: Ósannað mál.) Auðvitað er þetta allt mitt mat. (SJS: Um það eru deildar meiningar.) Þetta er bara allt saman mitt mat. (SJS: Já.) Ég er ekkert að segja að ég sé að túlka neinar aðrar skoðanir en mínar.

Ef þið, hv. þingmenn, álítið að það sé til þess fallið að lyfta upp hagkerfi þessarar þjóðar að banna hér allar virkjanir í framtíðinni, ef þið haldið að það sé einhver framtíðarsýn, að það sé eitthvað sem við mundum vilja búa við hér á Íslandi í framtíðinni, þá er það bara misskilningur. (SJS: Biðstu afsökunar á skammaryrðunum?) (Forseti hringir.) Ég þarf ekki að vera að tala um neitt í þessu máli frekar.

(Forseti (ÍGP): Má forseti biðja hv. þingmenn um að hætta frammíköllum meðan þingmenn eru í ræðustól.)