2001-11-19 19:09:42# 127. lþ. 31.9 fundur 287. mál: #A niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# skýrsl, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[19:09]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Sá sem hér stendur er auðvitað enginn sérfræðingur í þessum málum. Hins vegar töldu menn að ekki væri hægt að ná þessum árangri ef skrifað yrði undir Kyoto-samkomulagið þegar í stað. Svo má ekki gleyma því, herra forseti, að Samfylkingin talaði gegn þessu sérákvæði. Það er alveg ljóst að Samfylkingin talaði gegn þessu sérákvæði. Hv. þm. bað þann sem hér stendur að svara skýrt og snöfurmannlega og það tel ég mig hafa gert með þessu andsvari mínu.