2001-11-19 19:30:38# 127. lþ. 31.9 fundur 287. mál: #A niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# skýrsl, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[19:30]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykir vera tíðindi hér, ef ég hef skilið þetta rétt, að þetta verði bónus fyrir þá aðila, þeir muni fá þetta í bónus ofan á allt saman og að þeir þurfi ekki að kosta því til sem aðrir gera. Ég bið hæstv. ráðherra að leiðrétta mig ef ég hef skilið svarið eitthvað öðruvísi en á að gera. Ég tel að þetta hafi verið tíðindi dagsins ef það er svo að menn hafi gert ráð fyrir því að ef ákvæðið næðist í gegn, þá lægi það fyrir að í kaupunum fylgdi þetta með til þeirra fyrirtækja sem nú hefur verið rætt við um að koma í stóriðju á Íslandi. Það er enginn smábónus, takk fyrir.