2001-11-19 19:58:50# 127. lþ. 31.9 fundur 287. mál: #A niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# skýrsl, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[19:58]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég nefni bara eitt. Við getum ekki bæði geymt kökuna og étið hana. Við getum ekki bæði fórnað öllum vatnsföllum okkar í orkuframleiðslu fyrir þungaiðnað og auglýst hér hreina gefandi náttúru fyrir ferðamenn til að njóta. Það hlýtur hv. þm. að sjá.

Hugmyndir mínar um nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi lúta að hinu síðarnefnda. Þær lúta að sjálfbærni og ferðamennska á miklu meiri möguleika á því að vera sjálfbær en þungaiðnaður á borð við álbræðslu.