2001-11-19 20:52:28# 127. lþ. 31.9 fundur 287. mál: #A niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# skýrsl, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 127. lþ.

[20:52]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra kvartaði undan því að við hefðum ekki sýnt að við værum ánægð eða óánægð, hvorki fögnuð né harm yfir þessum árangri. Og við gerum það ekki. Við sjáum enga sérstaka ástæðu til þess að bera slíkar tilfinningar hér inn í þingsalinn út af þessu máli. Ég hefði hins vegar kosið að hlusta á einhver svör við því sem ég hef verið að spyrja eftir í dag. Ég hefði viljað heyra svar við þessari spurningu: Hvað hefði gerst ef við hefðum ekki skrifað undir? Það hafa engin rök verið færð fyrir því að þessi árangur hefði ekki náðst þó að Íslendingar hefðu ekki skrifað undir þetta ákvæði.