Fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 15:10:12 (1794)

2001-11-20 15:10:12# 127. lþ. 32.2 fundur 282. mál: #A fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi# (gjald fyrir rekstrarleyfi) frv. 153/2001, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[15:10]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef bara eina mínútu til að svara þessu en ég held að rétt sé að upplýsa hæstv. ráðherra um að við tökum yfir u.þ.b. 80--90% af regluverki Evrópusambandsins miðað við þá samninga sem við erum með í dag þannig að það mundi ekki aukast mikið.

Ég þori einnig að fullyrða að þeim í Brussel er nákvæmlega sama um það hvort útgáfa leyfa er hjá Vegagerðinni eða hjá aðalskrifstofu samgrn., alveg nákvæmlega sama. Það eru engar áætlanir um að flytja þessi verkefni frá A til B.

Hins vegar, virðulegi forseti, kemur það fram að hér er um viðbótarskattlagningu að ræða vegna leyfisveitinga og menn eiga ekki að vera að rugla inn í það einhverjum öryggiskröfum í flótta sínum frá málinu heldur koma fram og útskýra hvernig á því standi að auknar tekjur, minni verkefni, leiði ekki til þess að hægt sé að draga saman á fjárlögum. Þetta þarf hæstv. ráðherra að útskýra og hætta að röfla endalaust um öryggiskröfur sem koma þessu máli ekkert við.