Veiðieftirlitsgjald

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 15:48:07 (1800)

2001-11-20 15:48:07# 127. lþ. 32.4 fundur 288. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (hækkun gjalds) frv. 125/2001, GAK
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[15:48]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Þetta frv. sem hér er verið að ræða um er eingöngu hækkunarfrumvarp, krónutölur. Mig langar þó aðeins að spyrja um þorskígildin, þ.e. hvað sé nákvæmlega komið inn í þau, inn í þennan þorskígildareikning. Er keilan komin að fullu, er langan komin að fullu, er skötuselurinn fullreiknaður þarna inn? Og gott væri ef hæstv. ráðherra vildi vera svo vænn að rifja aðeins upp fyrir okkur um kolmunnann.