Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 17:57:11 (1835)

2001-11-20 17:57:11# 127. lþ. 32.6 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[17:57]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég var einfaldlega að segja að það er ekki heimilt að takmarka veiðileyfin með því, sem var kallað með þeim ómálefnalega hætti, að menn hefðu verið með skip á sjó á einhverju ákveðnu tímabili. Það sama á þá væntanlega við það þegar menn hafi verið að veiða eitthvað tiltekið á einhverju ákveðnu tímabili, að það leiði til þess að þeir megi ekki veiða aðra stofna sem ekki eru í kvóta. Ég sé ekki annað en það sama muni gilda þar. Við getum auðvitað deilt um hvort minn skilningur er réttur eða hv. þm. en ég sé ekki að hægt sé að draga aðrar ályktanir af þessum dómi en þær að þetta mundi ekki ganga.