Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 18:00:32 (1838)

2001-11-20 18:00:32# 127. lþ. 32.6 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[18:00]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla aðeins að spinna þennan þráð áfram sem hér hefur verið ofinn.

Ég velti því svolítið fyrir mér hvort ekki megi líta þannig á að menn hafi heildarkvóta í tegundinni sem um er að ræða og menn hafi síðan úthlutun í þessum burðartegundum sem hér voru nefndar. Þegar þessar tegundir sem við erum að tala hér um að yrðu utan kvótans eru teknar út úr bætist sá hluti þorskígildisins sem menn eiga í hinum tegundunum við þannig að þeir eiga í heildina svipað í þorskígildum. Þegar menn veiða þessar aukategundir eru þær sjálfvirkt teknar af þeim sem aflatilfærsla eða tegundartilfærsla en þetta er áfram auðvitað heildarkvóti og hann veiðist auðvitað bara upp. Á meðan flotarnir eiga fyrir aflatilfærslunni fá þeir hana. En möguleikinn hverfur um leið og allur aflamöguleikinn er horfinn af viðkomandi skipi. Ég sé ekki annað en svona hlutir geti alveg gengið upp og mér finnst að menn ættu ekki að þurfa að lenda í vandræðum gagnvart þessum dómi.

Mér finnst ástæðulaust hjá hæstv. ráðherra að halda því fram að þessi fréttaflutningur sé skipuleg aðför að kvótakerfinu vegna þess að þetta er staðfesting á því sem kom fram í Gallupkönnuninni. Var Gallupkönnunin skipuleg aðför að kvótakerfinu? Ég held ekki.