Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 13:21:04 (1851)

2001-11-21 13:21:04# 127. lþ. 33.2 fundur 62. mál: #A verndaráætlun fyrir Breiðafjörð# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[13:21]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég vil fagna því að hæstv. ráðherra upplýsti að hún væri búinn að staðfesta þessa áætlun. En ég vissi ekki um það og það hefur hvergi komið fram. Ég hef heldur ekki orðið var við að neitt kæmi fram um að það þyrfti peninga til þess að gera eitthvað í þessum málum. Hæstv. ráðherra er nú að upplýsa að til standi að setja einhverja peninga í þessa verndaráætlun á næsta ári að mér skilst. Það þarf greinilega að fylgja málinu hratt eftir því að nú fer að líða að lokadögum í undirbúningi fjárlaga. Ég hvet því til þess að menn standi við stóru orðin, komi peningum í þetta og þessari áætlun af stað. Það má ekki seinna vera. Þetta er búið að taka æðilangan tíma og full ástæða er til þess að spyrja eftir því hér og ég þakka fyrir að það hefur verið gert.