Skógræktarmál og Bernarsamningurinn

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 13:35:23 (1858)

2001-11-21 13:35:23# 127. lþ. 33.3 fundur 109. mál: #A skógræktarmál og Bernarsamningurinn# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég ætla að grípa boltann á lofti. Í fyrra ræddum við um það að rjúpan væri að flýja skógana. Þá kom í ljós að fyrrverandi umhverfisstjóri í ónefndum bæ sagði að rjúpan legðist á stofna trjánna og heldur væri plága af henni en hitt. Og hann hefði jafnvel þurft að bægja henni frá með ýmsum ónefndum aðferðum. Mér finnst því umræðan um fuglana og skógana alveg með ólíkindum hérna í þingsalnum.

Eins og komið hefur fram er ákaflega lítill hluti landsins sem fer undir þessi verkefni. Verkefnin eru mjög jákvæð. Á vegum landshlutabundnu verkefnanna vinna sérfræðingar að skipulagsmálum. Lagðar eru fram skógræktaráætlanir og alltaf þegar upp kemur vafi er talað við skipulagsstjóra og passað upp á að ekki sé plantað í ákveðin svæði. Mér finnst því hv. þm. hafa allt of miklar áhyggjur af þeim jákvæðu verkefnum sem verið er að ræða um, sem eru landshlutabundin skógræktarverkefni.