Lögreglan í Reykjavík

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:24:53 (1883)

2001-11-21 14:24:53# 127. lþ. 33.6 fundur 206. mál: #A lögreglan í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:24]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Stundum verð ég afskaplega ringluð vegna þess að það sem fram kemur í þessum sal er í engu samhengi við það sem við heyrum úti á vettvangi. Þegar við förum um mitt kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, þá eru löggæslumálin alltaf tekin upp og fólk er miður sín yfir því hvert stefnir með þau. En þegar þau eru rædd, varðandi það kjördæmi, í þessum sal þá er allt í fínu lagi og ekkert við þau að athuga.

Nú kemur hæstv. dómsmrh. og segir okkur að lögreglan sinni vel brýnni þörf, hún sinni brýnum verkefnum, biðtími sé svona 30 sekúndur til þrjár mínútur og eitthvað lengri í minni háttar málum. Þetta hljómar glæsilega. En síðan í seinni hluta svarsins kemur í ljós að verkefnum verður auðvitað að forgangsraða, að e.t.v. þurfi að vísa frá beiðnum og að reynt er að leysa mál án þess að fara á vettvang.

Herra forseti. Ég er mjög ringluð eftir þetta svar vegna þess að það er í engu samhengi við það sem við fáum að heyra þegar við ræðum um þessi mál úti á vettvangi.