Lögreglan í Reykjavík

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:34:51 (1889)

2001-11-21 14:34:51# 127. lþ. 33.6 fundur 206. mál: #A lögreglan í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:34]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það var alveg með ólíkindum að hlusta á þessa ræðu hv. þm. Ég vil reyndar nota tækifærið og óska honum til hamingju með kjörið á landsfundi Samfylkingarinnar, en því þingi er nú lokið væntanlega, hv. þm.

Hér er ráðherra að svara fyrirspurn frá hv. þm. og gerir það eftir bestu getu. Ef um er að ræða og upp koma ákveðin tilvik sem þarf að upplýsa þá verður auðvitað leitað eftir upplýsingum um það mál.