Afnám kvótasetningar

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 15:01:40 (1902)

2001-11-21 15:01:40# 127. lþ. 33.7 fundur 210. mál: #A afnám kvótasetningar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Nú hefur það verið svo í fjöldamörg ár að ársafli af steinbít hefur rokkað á bilinu 12--15 þús. tonn. Einhver ár hefur hann komist upp í 17 þús. tonn. Þetta hefur gerst bæði innan og utan kvótakerfisins því að tegundin hefur hoppað inn og út úr kvótakerfinu. Hún var inni í kvótakerfinu til 1985, fór út aftur, fór síðan aftur inn í kvótakerfið 1996 og ráðherrann bar gæfu til þess að kippa henni út úr kvóta í örfáa daga í sumar.

Þess vegna spyr ég: Hvers vegna er þessari tegund ekki stýrt með svæðatakmörkun og verndun hrygningarsvæða í samræmi við það sem ráðherrann hefur sjálfur sagt?