Jöfnun námskostnaðar

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 15:27:38 (1913)

2001-11-21 15:27:38# 127. lþ. 33.10 fundur 290. mál: #A jöfnun námskostnaðar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[15:27]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hv. þm. Drífa Snædal hreyfir hér afar þörfu máli. Það er mjög mikilvægt að jöfnuður ríki varðandi úthlutun á námsstyrkjum. Afar mikilvægt er að þeir geri fólki kleift að stunda nám sem víðast á landinu þegar það á ekki kost á slíku námi í heimabyggð. Ég tek þess vegna undir það með hv. þm. að ástæða sé til að þetta verði skoðað.

Líka er vert að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að námsstyrkir hafi hækkað á undanförnum 2--3 árum hefur líka allur dvalarkostnaður hækkað verulega. Húsaleiga hér, húsaleiga á heimavistum og allur slíkur kostnaður hefur hækkað, jafnvel mun meira og í mun hærra hlutfalli en hækkunin á þessum dreifbýlisstyrk. Að einhverju leyti getur það hafa orðið námsmönnum dýrara.

Herra forseti, hér er virkilega þörf á að taka enn betur á.