Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 16:54:11 (1923)

2001-11-21 16:54:11# 127. lþ. 34.5 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. 1. minni hluta GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 127. lþ.

[16:54]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. formanni fjárln. fyrir það svar sem hann gaf. Ég skil það svo að hann sé ekki reiðubúinn að svara þeim spurningum sem ég bar fram varðandi Krýsuvík, vist- og meðferðarheimili. En ég lýsi yfir ánægju með þau svör sem komu varðandi Byrgið og ég tel að það sé nauðsynlegt að taka á þessu stóra samfélagsvandamáli sem sú starfsemi er að taka á og ég vona að það liggi þá ljóst fyrir við afgreiðslu fjáraukalaga og fjárlaga þegar þar að kemur að tekið verði á þeim málum.

Ég tel að reynslan sýni að þarna fari fram mjög nauðsynleg starfsemi sem kemur til góða fyrir allt samfélagið. Þar fá ótrúlega margir bata.

Ég geri ekki veður út af því hvort fleiri svör komi upp varðandi þær spurningar sem ég setti fram. Í síðari ræðu minni mun ég ræða um ákveðin atriði varðandi samgrn. og það er þó ekkert annað en það sem beint kemur fram í þeim tillögum sem fyrir eru lagðar, þannig að menn fari ekki að hafa áhyggjur af að eitthvert annað efni heldur en hér er fram sett verði rætt.