Verklag við afgreiðslu fjárlaga

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 13:49:09 (1949)

2001-11-27 13:49:09# 127. lþ. 36.91 fundur 163#B verklag við afgreiðslu fjárlaga# (aths. um störf þingsins), ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[13:49]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Það er bágt upp á að horfa að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon skuli koma hér og lýsa slíku vantrausti á störf félaga síns, hv. þm. Jóns Bjarnasonar, í fjárln. Sá prúði maður sat orðalítill á fundi fjárln. í gær þegar allar staðreyndir málsins lágu fyrir. Ég veit ekki hvað hv. þingmenn hefur dreymt í nótt en hv. þm. Jón Bjarnason sat og gerði enga tilraun til þess að óska eftir því að 2. umr. færi fram á öðrum tíma en núna.

Ég vil því skjóta skildi fyrir hv. þm. Jón Bjarnason. Hann er nýtur maður og leggur margt til málanna í fjárln. og það er illt að hann skuli gerður hér að ómerkum fulltrúa Vinstri grænna. (SJS: Ætli þú hafir ekki meiri þörf fyrir skjöldinn sjálfur?)