Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 14:03:50 (1955)

2001-11-27 14:03:50# 127. lþ. 36.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[14:03]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Samkvæmt þessum lið fjáraukalagafrv. á að verja 32 millj. kr. til viðbótar því sem fjárlög heimila til ráðstefnuhalds eða undirbúnings undir ráðstefnuhald á vegum utanrrn. á þessu ári. Af þessum 32 eiga 30 samkvæmt greinargerð frv. að fara til að undirbúa fyrirhugaðan ráðherrafund NATO á Íslandi næsta vor. En, herra forseti, það er ekki eins og það eigi að duga því að í fjárlögum fyrir næsta ár er rúm 181 millj. kr. sett á utanrrn. til ráðstefnuhalds og í brtt. við fjárlögin sem nú þegar hefur verið dreift er þar bætt 60 millj. við. Þá er ótalinn kostnaður dómsmrn. og fleiri aðila.

Samtals er nú áætlað í augnablikinu, en það breytist um tugi millj. í hverri viku upp á við, að kostnaðurinn verði a.m.k. 350 millj. kr. í þetta einstaka gæluverkefni hæstv. utanrrh. og ríkisstjórnar. Þetta er óþarft gæluverkefni sem á að kosta þjóðina mörg hundruð millj. kr. á næsta ári. Ég segi nei.