Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 16:04:15 (1959)

2001-11-27 16:04:15# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[16:04]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Umfangsmikil umræða fór fram í þessum þingsal þegar fjárlagafrv. var lagt fram. Ég minnist vel orða hv. þm. og annarra þingmanna sem höfðu uppi efasemdir um forsendur fjárlaga. Fjárlagafrv. var hins vegar lagt fram á þeim grunni sem menn töldu traustan og öruggan á þeim tíma.

Öllum er ljóst að miklar breytingar hafa orðið í efnahagsmálum, ekki aðeins vegna þeirra aðstæðna sem eru innan lands heldur vegna alþjóðlegra aðstæðna. Áhrif hryðjuverkanna 11. sept. hafa valdið miklu víðtækari og alvarlegri áhrifum en við mátti búast. Þetta ásamt ýmsu öðru sem ég gat um í ræðu minni eru ástæðurnar fyrir þeim orðum mínum sem hv. þm. vitnar til.