Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 16:14:36 (1967)

2001-11-27 16:14:36# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[16:14]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að undanförnu hefur verið unnið að því að finna hvernig bregðast skuli við þeim breyttu efnahagsforsendum sem öllum eru kunnar. Slíkt verk er flókið og tekur mikinn tíma. Það hefur verið unnið mjög ötullega að því. Þar þarf að fást við mörg afar viðkvæm verkefni þar sem einnig er þörf á samkomulagi við margra aðila, m.a. fjárln.

Við höfum vandað okkur við þetta verk. Vissulega hefði verið heppilegra að við hefðum haft þær tillögur hér en niðurstaðan var sú að fara til 2. umr., gera grein fyrir því að niðurskurðartillögur og breytingar á tekjuforsendum væru á leiðinni og mundu skila sér, enda er það verk okkar að skila frá okkur góðum og traustum fjárlögum þegar 3. umr. lýkur. Við það verður staðið.