Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 16:31:26 (1980)

2001-11-27 16:31:26# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[16:31]

Gísli S. Einarsson (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessi viðbrögð. Bara til að ítreka það að sú krafa sem sett var hér fram var um að hæstv. ráðherrar virtu talsmenn úr fjárln. þess að vera hér viðstaddir meðan þeir flyttu mál sitt. Það finnst mér lágmarkskurteisi af hæstv. ráðherrum og ég kann þeim ráðherrum sem hér eru í húsi bestu þakkir, hæstv. viðskrh. og hæstv. fjmrh., fyrir að vera hér viðstödd. En ég minni á að hæstv. heilbrrh. og hæstv. félmrh. gerðu grein fyrir því að þeir þyrftu að bregða sér frá um hálftíma skeið þannig að það var vitað um fjarveru þeirra ágætu ráðherra.