Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 21:06:16 (2013)

2001-11-27 21:06:16# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[21:06]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hans. Ég lýsi yfir ánægju ef það er að gerast sem mér var ekki kunnugt um, að menn telja sig vera að ná sáttum um það reiknilíkan sem notað er við framhaldsskólana. Fyrir mér eru þetta nýjar fréttir og ég vona að verið sé að upplýsa þingið um ákveðna hluti sem menn hafa haft miklar áhyggjur af.

Ég kann hæstv. menntmrh. bestu þakkir fyrir greinargóð svör. Því var svarað sem ég beindi til hæstv. menntmrh. og ég mun fylgjast grannt með því hvort lausnin verður á þann veg sem hæstv. menntmrh. lýsti. Ég fagna því og ég hef ástæðu til að trúa því að það sé rétt sem sagt var í þessu efni.