Fjárlög 2002

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:24:23 (2088)

2001-11-28 13:24:23# 127. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:24]

Einar Már Sigurðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjárlög fyrir árið 2002 skipta miklu máli varðandi þróun efnahagsmála. Því miður voru ríkisstjórnin og meiri hluti fjárln. ekki búin að ljúka tillögum sínum fyrir 2. umr. um fjárlög. Þess vegna var umræðan sem fór fram í gær og fram á nótt, um þær brtt. sem liggja hér fyrir frá meiri hluta fjárln., ekki efnisleg. Þær tillögur verða væntanlega gjörbreyttar þegar kemur að 3. umr. því að hæstv. forsrh. hefur boðað miklar breytingar á þeim tillögum sem hér liggja fyrir.

Herra forseti. Þessi atkvæðagreiðsla er því fyrst og fremst formsatriði. Stjórnarflokkarnir bera alla ábyrgð á stöðu mála og þeim vinnubrögðum sem við hafa verið höfð í þessu máli. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun því sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu sem hér fer fram.