Veiðieftirlitsgjald

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:49:53 (2098)

2001-11-28 13:49:53# 127. lþ. 37.2 fundur 288. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (hækkun gjalds) frv. 125/2001, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:49]

Frsm. sjútvn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 33 frá 5. maí 2000, um veiðieftirlitsgjald, með síðari breytingum.

Til að ná markmiðum fjárlaga er með frumvarpinu annars vegar lagt til að gjald fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni sem rennur til veiðieftirlits Fiskistofu hækki úr 15.000 kr. í 16.500 kr. og hins vegar að gjald á úthlutaðar veiðiheimildir eða landaðan afla metið til þorskígilda í tonnum, sem einnig rennur til veiðieftirlits Fiskistofu, hækki úr 424 kr. í 462 kr.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Kristinn H. Gunnarsson, Hjálmar Árnason og Helga Guðrún Jónasdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu, með fyrirvara.

Undir nál. rita hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, formaður og frsm., Guðmundur Hallvarðsson, Vilhjálmur Egilsson og Guðjón A. Kristjánsson og að auki, með fyrirvara, hv. þm. Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson.