Viðbragðstími lögreglu

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 14:05:08 (2106)

2001-11-28 14:05:08# 127. lþ. 38.91 fundur 169#B viðbragðstími lögreglu# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 127. lþ.

[14:05]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. brást strax við í fyrirspurnatímanum í síðustu viku og sagðist mundu láta skoða sérstaklega málið sem tekið var sem dæmi um sérstakt tilvik sem ekki væri í samræmi við þær upplýsingar sem ráðherra hefði veitt. Eftir að hún hafði tekið jákvætt í að kanna þetta mál þá var veist að henni með mjög óviðurkvæmilegum hætti að mínu mati. Ég var að vísa til þess. Þar var m.a. fullyrt að til greina gæti komið að ráðherra þyrfti að biðjast afsökunar. Ég held að þar sem málið er nú að fullu upplýst af hendi dómsmrh. þá væri miklu nær að þeir þingmenn sem töluðu með þessum hætti bæðu dómsmrh. afsökunar.