Útsendingar Ríkisútvarpsins um gervitungl

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 14:13:28 (2111)

2001-11-28 14:13:28# 127. lþ. 38.1 fundur 238. mál: #A útsendingar Ríkisútvarpsins um gervitungl# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 127. lþ.

[14:13]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Það er unnið að þessu máli. En nú skil ég hvers vegna hv. þm. lét svona í ræðustólnum áðan. Það er út af því sem ég skrifaði á netinu. Það kemur því ekkert við sem ég svara hér á hv. Alþingi. (Gripið fram í.) En ég skil mætavel að hv. þm. kveinki sér undan því og þeim umræðum sem urðu um fyrirspurn hans í síðustu viku til dómsmrh., sem síðan hefur komið hér upp aftur.

Það er von að hv. þm. reyni að beina athyglinni frá því hve framganga hans á þessum stað fyrir viku vakti mikla undrun. Það á ekki eftir að vekja minni undrun hvernig hann hefur gengið fram í dag í þessum fyrirspurnatíma.