Skattar af greiðslum úr kjaradeilusjóðum stéttarfélaga

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 15:32:12 (2144)

2001-11-28 15:32:12# 127. lþ. 38.8 fundur 297. mál: #A skattar af greiðslum úr kjaradeilusjóðum stéttarfélaga# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 127. lþ.

[15:32]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég skildi ábendingu hv. þm. Sigríðar Jóhannesdóttur þannig að launþegar sjálfir, í því tilfelli sem hv. þm. tók dæmi um, kennarar, greiddu af launum sínum í þennan kjaradeilusjóð og hefðu þá þegar greitt af þeim staðgreiðslu. Sé það rétt skilið hjá mér er hér um tvísköttun að ræða, þ.e. ef þeim er aftur gert að greiða af þessum tekjum þegar þeir fá greitt úr kjaradeilusjóðnum.

Ég vil því leyfa mér að spyrja hæstv. ráðherra: Er þetta svo eða er þetta rangur skilningur hjá mér, að starfsmenn, í þessu tilfelli kennarar, greiði af eigin launum í kjaradeilusjóð, greiði af þeim staðgreiðsluskatta og verði síðan aftur að greiða skatta af sömu peningum þegar þeir fá þá greidda úr verkfallssjóði?

Mig langar til að fá þetta upplýst, herra forseti.