Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 14:25:02 (2184)

2001-11-29 14:25:02# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[14:25]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað verða losunarkvótarnir hluti af þeim samningum sem gerðir verða. Það hlýtur að vera tekið inn í reikningsdæmi fyrirtækjanna. Þar þurfa menn að reikna út hagnað sinn eða tap og það hlýtur að vera hluti af ástæðunni fyrir því að fyrirtækin vilja setja sig niður hér en ekki annars staðar.

Hvað varðar Kína, hæstv. forseti, vil ég þakka hæstv. utanrrh. svörin. Það væri mjög fróðlegt að fá að heyra nánar um þær viðræður sem fram fóru við ráðamenn þar og jafnframt reyndar líka í Rússlandi og Japan, bæði um almenna stöðu mannréttindamála en reyndar hef ég þó sérstaklega áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Kína. Ég vona að hv. formaður utanrmn. muni taka boði hæstv. utanrrh. og við getum rætt það nánar í nefndinni.