Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 15:01:28 (2189)

2001-11-29 15:01:28# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina ekki fyrir að setja fram lágar kröfur enda var hæstv. ríkisstjórn með óhóflega kröfu uppi í þessu máli. Það var slegið af þeim kröfum, þ.e. samninganefndin dró úr kröfum sínum undir lokin af því að kröfurnar mættu þvílíkri andstöðu á alþjóðavettvangi. Ef það er því að þakka, að sú sem hér stendur gagnrýndi íslensk stjórnvöld, að þakið var sett og að flúorkolefnin voru tekin út úr tillögunni þá er ég stolt yfir því að hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld í þessu máli.