Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 16:37:31 (2224)

2001-11-29 16:37:31# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÁRÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[16:37]

Árni R. Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég skil að formaður Samfylkingarinnar telur rétt að fara ekki eftir þeim orðum sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál heldur eftir hugmyndum Samfylkingarinnar um að bjóða út veiðiheimildir. Þá spyr ég: Hvernig í ósköpunum hyggst hann framfylgja því að Íslendingar bjóði út veiðiheimildir í lögsögunni við Ísland en takmarki bjóðendur við, hvað --- ríkisborgararétt eða eitthvað slíkt innan Evrópusambandsins, verandi orðið aðildarríki þess?