Samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 18:40:44 (2265)

2001-11-29 18:40:44# 127. lþ. 40.3 fundur 327. mál: #A samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002# þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[18:40]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Með þessari þingsályktunartillögu er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002 sem gerðir voru í London 9. nóvember sl.

Á grundvelli samnings strandríkjanna fjögurra, Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands, frá 1996 hafa þessi ríki auk Evrópubandalagsins á undanförnum árum samið árlega um stjórn veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Á fundi aðila í nóvember sl. náðist samkomulag um veiðar úr þessum stofni á næsta ári. Heildaraflamarkið var ákveðið 850.000 lestir og er því óbreytt frá þessu ári. Eins og í ár skiptist aflinn þannig að í hlut Íslands koma 132.080 lestir, í hlut Evrópubandalagsins 71.260 lestir, í hlut Færeyja 46.420 lestir, í hlut Noregs 484.500 lestir og í hlut Rússlands koma 115.740 lestir.

Eins og fyrr hafa aðilar í sérstökum tvíhliða samningum komið sér saman um heimildir til veiða í lögsögu hvers annars. Eru þessir samningar samhljóða samningum aðila í ár.

Við ákvörðun heildaraflamarks er nú í fyrsta skipti byggt á þeirri nýtingarstefnu sem aðilar samþykktu fyrir tveimur árum að fylgt skyldi við stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Heildaraflamarkið er jafnframt í samræmi við tillögu ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hv. utanrmn.