Úrskurður forseta

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 15:27:09 (2284)

2001-12-03 15:27:09# 127. lþ. 41.93 fundur 190#B úrskurður forseta# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[15:27]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil af því gefna tilefni sem hv. ræðumaður gaf vekja athygli á því að ég gerði tilraun til að veita hv. 4. þm. Austurl., hv. þm. Einari Má Sigurðarsyni, orðið þegar á eftir ræðu hæstv. félmrh. en hann afþakkaði að taka til máls. Þannig er það algjörlega úr lausu lofti gripið að ég hafi verið að stilla svo til að hv. þm. tæki til máls í lok þess ræðutíma sem ætlaður er um störf þingsins. Þetta kemur fram í þingtíðindum og þarf ekki að fara frekari orðum um þetta nema vekja athygli á því að þingmenn eiga að reyna að haga málflutningi þannig að ekki gefi tilefni til athugasemda.