Atkvæðagreiðsla um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 15:44:24 (2296)

2001-12-03 15:44:24# 127. lþ. 41.1 fundur 181#B atkvæðagreiðsla um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[15:44]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Sú samanburðartilraun sem hér átti að fara í gang snerist ekki um kynblöndun við íslenskar kýr heldur samanburðartilraun á þremur kúm, íslenskri kú, norskri kú og blendingskú. Hún átti að fara fram í tveimur fjósum. Það var alveg afmarkað mál.

Afstaða bænda er mjög afdráttarlaus í þessu máli, 75% hafna þeirra þessari tilraun, þannig að niðurstaðan er mjög skýr. Það er rétt sem hv. þm. segir að nýstofnað félag NRFÍ-manna hefur sent inn umsókn um innflutning í Hrísey og síðan fljótlega út í fjósin. Mér finnst atvinnugreinin sjálf hafa svarað þessari spurningu um tilraunina. Þess vegna er skoðun landbrh. sú að þetta mál sé farið hjá garði.