Málefni hælisleitandi flóttamanna

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 15:54:51 (2305)

2001-12-03 15:54:51# 127. lþ. 41.1 fundur 183#B málefni hælisleitandi flóttamanna# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég hafði hugsað mér að bera þessa fyrirspurn upp við hæstv. dómsmrh. sem er ekki hér í dag. Að dómsmrh. frágengnum finnst mér eðlilegt að beina fyrirspurn til félmrh. Málefni flóttafólks eru á ábyrgð félmrn. svo og félagsleg réttindi þó að tryggingar og menntun séu hjá öðrum ráðherrum.

Í viðræðum fulltrúa dómsmrn. við fjölmiðla í dag kom fram að ráðuneytið er afar ánægt með samninginn við Rauða krossinn, eðlilega, en það þurfi að fá samstarf við félmrn., heilbrrn. og menntmrn., þannig að hægt sé að verða við þeim réttindum eða tryggja þau réttindi sem hafa verið rædd, m.a. kennslumálin. Því spyr ég: Hefur verið leitað eftir fundi með ráðuneytunum um þessi mál?