Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 16:56:03 (2318)

2001-12-03 16:56:03# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[16:56]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég kannast ekki við þau orð sem hv. þm. hefur eftir mér. Ég skora enn á hann að koma hér upp í ræðustól Alþingis og skýra fyrir þingheimi hverju hann er ósammála í því sem ég sagði hér áður. Það hefur ekki komið fram hjá neinum þeim ræðumanni sem hér hefur talað. Það kom ekki fram hjá hv. 3. þm. Norðurl. e., Steingrími J. Sigfússyni. Það kom ekki fram hjá hv. 13. þm. Reykv., Ögmundi Jónassyni. Þetta var stóryrðavaðall hjá öllum þessum hv. þingmönnum, stóryrðavaðall.